Pistill: Forseti Íslands og ókyrðin
- Nánar
- Skrifað þann Föstudagur, júní 24 2016 11:41
Um þessar mundir er ókyrrð í lofti stjórnmálanna, bæði í heiminum og hjá okkur, sem stöndum andspænis forsetakosningum. Vegna ókyrrðarinnar er nauðsynlegt að festa sætisólarnar uns kyrrð kemst á aftur. Til þess að svo megi verða hér á landi er einungis hægt að kjósa til forseta Íslands mann með reynslu og þekkingu á stjórn og stjórnmálum, Davíð Oddson. Aðra frambjóðendur skortir reynslu en þeir eiga nóg af góðvild, sem nægir ekki í alhliða ókyrrð. Með því að tryggja stöðugleika þurfa hægri og vinstri öflin í landinu að stilla lund og ólund sína og sameinast, öfl sem eru í senn andstæð og samstæð og þar af leiðandi félagslega frjósöm, og kjósa Davíð Oddsson eina forsetaframbjóðandann með reynslu og þroska.
Góðvild er góð hjúkrun en gagnast lítið í yfirstjórn sjúkrahússins. Þar þarf þekkingu og reynslu. Svipað er með samfélagið. Gleymið flokkadrætti. Sameinið fortíð og framtíð landsins, kjósið reynslu Davíðs Oddsonar á Bessastaði.
Guðbergur Bergsson