Guðbergur Bergsson var sæmdur heiðurdoktorsnafnbót við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands í dag, 1. júní 2013. Athöfnin fór fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands samhliða málþinginu Að heiman og heim sem haldið var honum til heiðurs.

 Að þinginu stóðu: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Íslenskudeild Manitoba-háskóla, Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík - Bókmenntaborg UNESCO og Forlagið. Styrktaraðilar ráðstefnunnar eru Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið og Grindavíkurbær. Viðburðurinn fór fram í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. 

Myndir frá þinginu ásamt heiðursdoktorsathöfn ( © Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum):

      

      

      

Styrktaraðilar

EFTIRTALDIR AÐILAR KOMU AÐ UNDIRBÚNINGI OG STOFNUN GUÐBERGSSTOFU EÐA STYRKTU VERKEFNIÐ MEÐ EINUM EÐA ÖÐRUM HÆTTI:

Logo web 01 transparent-bgr2   Logo web 01 transparent-bgr   Logo web 01 transparent-bgr4   ARTPRO Logo 260x100   Logo web 01 transparent-bgr3