Guðbergsstofa sem er safn og sýning tileinkuð lífi og ferli Guðbergs Bergssonar verður formlega opnuð í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur, sunnudaginn 2. júní klukkan 16:00.

 

Guðbergsstofa er samstarfsverkefni Grindavíkurbæjar og fyrirtækisins ARTPRO ehf sem sér um hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Undirbúningur að opnun Guðbergsstofu hófst í byrjun árs 2012 og hlaut verkefnið meðal annars stofnstyrk frá Menningarráði Suðurnesja. Upphaflega stóð til að hafa Guðbergsstofu í nýju bókasafni Grindavíkur en síðar var ákveðið að sýningin ætti fremur heima í menningarhúsi bæjarins.

Styrktaraðilar

EFTIRTALDIR AÐILAR KOMU AÐ UNDIRBÚNINGI OG STOFNUN GUÐBERGSSTOFU EÐA STYRKTU VERKEFNIÐ MEÐ EINUM EÐA ÖÐRUM HÆTTI:

Logo web 01 transparent-bgr2   Logo web 01 transparent-bgr   Logo web 01 transparent-bgr4   ARTPRO Logo 260x100   Logo web 01 transparent-bgr3